Saga

sagan2

Járn & Gler ehf er heildverslun sem stofnuð var árið 1942 og verður því 60 ára á árinu (2002).

Helstu vöruflokkar sem fyrirtæki flytur inn eru:

  • Byggingavörur
  • Innrömmunarefni og vélar til innrömmunar
  • Listmálaravörur

Hlutafélagið Járn & Gler var stofnað 25. janúar árið 1942 og lögskráð 15. apríl sama ár. Hluthafar voru Axel Friðriksson, Guðmundur Árnason, Áslaug Sigurðardóttir, Jenný Ásmundsdóttir og Sigurður Ólason. Fyrstu árin var verslun félagsins staðsett á Laugavegi 70 og var verslað með ýmislegt enda mikill vöruskortur almennt á þessum árum. Ennfremur var starfrækt vinnustofan á Baronstíg og voru speglar og vinnsla þeirra aðalgreinin.

Árið 1962 keyptu nýir aðilar flest hlutabréf í Járni & Gleri og endurskipulögðu það til þess að starfa við hlið innflutningsverslunar Guðmundar S. Guðmundssonar sem þá var orðinn aðaleigandi og rak hann það síðan um nokkur ár. Fyrst á Spítalastíg en síðan í húsaeign sinni að Njálsgötu 37. Árið 1966 réðst til starfs hjá Járni & Gleri, Þorgrímur Guðjónsson húsasmíðameistari og gerðist hann brátt framkvæmdastjóri þess.

Helstu innflutningsvörur félagsins þessi ári voru kítti, kíttislistar, verkfæri ásamt dyra- og gluggabúnaði. En um 1970 fór rammalistainnflutningur einnig að aukast. Uppúr 1975 fór innflutningur félagagsins á ýmsums tegundum glers vaxandi og hefur farið jafnt og þétt vaxandi síðan.

Frá árinu 1964 var félagið til húsa á Njálsgötu 37, en það hús var eign Guðmundar S. Guðmundssonar. Eftir lát Guðmundar árið 1974 tók Þorgrímur Guðjónsson við stjórn félagsins og keypti það síðan af erfingjum í ársbyrjun 1975 og rak það til dauðadags apríl 1986. Helstu starfsmenn Járn & Gler á þessum tíma ásamt Þorgrími voru Ásmundur Ásgeirsson og Þorsteinn Guðjónsson, en vorið 1979 réðst til starfa Kjartan Ágústsson sem strax varð meðeigandi og síðan eftir lát Þorgríms aðalhluthafi og stjórnandi þess.

Árið 1976 flutti félagið starfsemi sína að Hverfisgötu 46 og áirð 1980 síðan þaðan á Smiðjuveg 18, Kópavogi. En 1. júní 1987 fluttist það í eigið húsnæði að Laufbrekku 16, Kópavogi. Það var síðan í febrúar 1993 sem starfsemin var flutt í núverandi eigið húsnæði að Skútuvogi 1 H, Reykjavík.

Ein af aðal-innflutningsgreinum Járns & Glers hafa lengið verið GEZE vörur ýmiss konar: hurðapumpur, gluggaopnarar, rennibrautir og sjálfvirkir glugga- og hurðabúnaðir.

Aðalviðskiptalönd Járns & Glers hafa löngum verið Þýskaland og England, en í dag koma fyrirtæki í flestum evrópulöndum, USA og Taiwan þarna við sögu.